Re: svar: Republic du banan

Home Umræður Umræður Almennt Er ekki komið nóg? Re: svar: Republic du banan

#50347
0405614209
Participant

Ísalp er meðlimur í samtökum útivistarfélaga (Samút). Þetta mál á greinilega erindi til Samút og ætti að vera komið í vinnslu og umsagnar fyrir löngu.

Ég fór á fund hjá Samút þegar frumvarp um Vatnajökulsþjóðgarð var sent til umsagnar. Það muna líklega margir eftir þessu en ef ég man rétt þá fengum við 2 eða 3 daga til að skila inn athugasemdum. Þetta var gert en var lítið eða ekkert tekið tillit til athugasemdanna.

Legg til að stjórnin setji sig í samband við Samút og athugi stöðu mála þar.

Ég tel þess utan að þegar það verða komnar fleiri raflínur þvers og kruss yfir hálendið þá sé ferðamannaiðnaðurinn sjálfdauður. Menn eru t.d. komnir í vandræði með að finna staði til auglýsingagerðar – allstaðar raflínur og ekki hægt að mynda.

Ég er líka aðeins innviklaður í málefni Kerlingarfjalla. Ég veit að það stendur til að fara að bora einhverjar holur þarna til að athuga með háhitanýtingu (og væntanlega virkjun í framhaldinu). Það verður hægt að loka þessum stað þegar þetta próject fer í gang. Allir að flýta sér í Kerlingarfjöll til að sjá og skoða áður en svæðið verður eyðilagt.

Kveðja
Halldór Kvaran