Re: svar: Preppkvöld Utanbrautarbandalagsins

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Preppkvöld Utanbrautarbandalagsins Re: svar: Preppkvöld Utanbrautarbandalagsins

#53219
0808794749
Meðlimur

það er kannski lítið að marka hvað mér fannst, enda frekar hlutdræg… en þetta var rosalegt.

Veit ekki hver smitaðist ekki af andrúmsloftinu sem var mettað vaxgufum og púðurdraumum!

Kiddi Magg útskrifaði dágóðan slatta af prepphæfu liði.
Skíði og bretti komu inn í misjöfnu ástandi en fóru öll smurðari og slípaðri út.
Plön vetrarins voru rædd og græjur skoðaðar.

Ég er að segja ykkur það: Þetta var sögulegt!