Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Aðstæður › Re: svar: Pilsner

Fórum aftur af stað í bjartsýniskasti, nú í leit að road-side klifri. Grafarfoss var á hraðri niðurleið, hrundi stanslaust, og auk þess ekki frosinn saman.
Renndum inn í Kjós með litlar væntingar en rákum svo augun í fína línu nálægt Efri-Hálsi. Þetta var mikið stuð, tvö 10-15 metra höft, brölt upp gil sem opnast í flotta skál með nokkrum klifurleiðum. Skálin heitir Kór samkvæmt bóndanum.
Þar uppi völdum við okkur skemmtilega 3° 70 metra línu, í algjörum eðal plasma-ís, sem gaf ávallt bomber festu í fyrsta höggi. Eðal klifur. Samkvæmt grein eftir Ara Hrausta úr ársritinu ’85 hét leiðin Lekandi (ömurlegt nafn) en í leiðarvísi fyrir Hvalfjörð og Kjós frá ’90 var búið að breyta því, í hvað man ég ekki.
Bóndinn sagði að enginn hefði komið þarna í vetur, og yfirleitt bara kanar síðustu árin. Þetta er stutt frá bænum, lítið labb og gott klifur.
Siz