Re: svar: óskóstærðir

Home Umræður Umræður Skíði og bretti skóstærðir Re: svar: óskóstærðir

#50987
0808794749
Meðlimur

hæ árni

ég veit ekki nákvæmlega hvernig scarpa hagar sínum skómálum þessi misserin.
hins vegar veit ég að það tíðkaðist áður fyrr að hafa skel aðeins í heilum númerum en innri skóinn/sokkinn í hálfum númer. semsagt munurinn á hálfu númerunum og næsta heila var aðeins fólginn í innri skónum en ekki skelinni.
eins getur verið að tungan sé framleidd í sömu stærð fyrir nokkrar stærðir…

ég ráðlegg þér því að fara eftir því númeri sem er greinilegast, væntanlega á innri skónum.

æ. vona ég sé ekki að segja einhverja vitleysu er ekki með skóna mína við höndina.

kannski væri ráð að spyrja jökul? nýjasta liðsmann scarpa.

p.s. svo er kannski vert fyrir þig að spá í það hvort þú viljir taka T4 eins þrönga og T1 þar sem þú ert væntanlega ekki að fara nota þá í sams konar skíðamennsku…