Re: svar: Olli búinn með 100 tindana.

Home Umræður Umræður Almennt Olli búinn með 100 tindana. Re: svar: Olli búinn með 100 tindana.

#51750
0508693779
Meðlimur

Við sem erum uppaldir í sveit vitum að það er alsiða að verðlaunagripir séu eftirsóttir til undaneldis. Margur bóndinn hefur rétt úr kútnum við að eiga slíka gripi enda getur „tollurinn“ hlaupið á tugum þúsunda.

Olli er búinn að skipa sér sess sem veglegur kjörgripur og næsta verkefni (eftir hóflega hvíld) hlýtur að vera að opna banka þar sem boðið verður upp á afreksmannaundaneldi. Innifalið í verðinu getur verið blómabúnt frá Dísu….

Til hamingju með AFREKIÐ!

kv.lambi