Re: svar: Nýtt sjónarhorn

Home Umræður Umræður Almennt Fjallamann Re: svar: Nýtt sjónarhorn

#48646
2802693959
Meðlimur

Þarna er Árni kominn að kjarna málsins, fjallamenn eru hestamenn. Það er nefnilega líkt komið á með fjallamönnum undan V-Eyjafjöllum og Fjallamönnunum þeim sem Ívar telur sig samboðinn þ.e. félögum Guðmundar frá Miðdal í Fjallamannafélaginu, að þeir voru eins og Árni bendir réttilega á hestamenn. Þungir leiðangrar með allt til alls til að dvelja í nokkrar vikur ef því var að skipta. Ekta hardcore!
Svo virðist því sem búið hafi verið að úthluta einkaleyfinu á notkun orðsins. Hlakka til að heyra nýja skilgreiningu þína Ívar á fjallamönnum með axir en engin hross. Reyndar er gott til þess að vita að grasmótorar falla innan þröngrar skilgreiningar þinnar Ívar…ég á þá enn möguleika.
kv, JGJ