Re: svar: Ný stjórn

Home Umræður Umræður Almennt Ný stjórn Re: svar: Ný stjórn

#51137
1606805639
Meðlimur

Þetta eru ágætis skrif og ástæða til að þakka öllum hluteigaðandi. Það hafa verið ágætissprettir á klúbbnum og ýmislegt gengið vel en annað illa, sérstaklega nefndarstörf. Ef það tekst að manna nefndirnar þá er klúbbnum allir vegir færir. Nefndarstarfið var hlutur sem gamla stjórnin rækti ekki nógsamlega. Þar hefði stjórnin átt að sýna frumkvæði talsvert fyrr en raun bar vitni. Góðu fréttirnar fyrir nýja stjórn er hins vegar að líklega þarf ekkert stórátak til að manna nefndirnar. Bara eftir eitt einasta tölvubréf fyrir nokkrum vikum þar sem nefndirnar voru kynntar – bárust strax tvö nefndarframboð. Að auki er þegar búið að manna uppstillinganefnd á aðalfundinum. Þannig að þetta er allt í áttina. Vefnefnd undir stjórn Helga Borg hefur þó aldrei bognað og líka þarf að þakka Bárði Árna fyrir að þrauka í skálanefndinni.

Ein athugasemd: Fjölmiðlafulltrúi klúbbsins er auðvitað sá sem kemur fram fyrir hönd klúbbsins í fjölmiðlum þ.e. formaður á hverjum tíma. Og þar er minn tími búinn. En Sissi á væntanlega við að ég muni halda áfram að hamra inn fjallafréttir í Moggann okkar. Og það mun ég gera, engin spurning. Eitt skemmtilegasta dæmið úr þeim geiranum var auðvitað grein um tímamótaferð þeirra Ívars F. og Einars í Hofsnesi á Þverártindsegg um árið. Þá var extra gaman að vera í vinnunni.
Sjáumst heil og hress.