Re: svar: Ný leið í Eilífsdal, Ópið

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ný leið í Eilífsdal, Ópið Re: svar: Ný leið í Eilífsdal, Ópið

#53905
Anonymous
Inactive

Menn eru alltaf að rugla Tvífaranum við Einfarann. Hugsaðu þér að þú sért að fara Einfarann og þú er kominn upp fyrir sylluna þar sem Tjaldsúlurnar enda. Þá blasir við lóðrétt bergstálið á hægri hönd þegar þú lítur upp Einfarann. Tvífarinn er sem sagt farið upp bergstálið hægra megin í gilinu þar sem Einfarinn er. Um leið og þið komið þarna þá er þetta augljóst. Tvífarinn sést ekki á umræddri mynd því það sést ekki almennilega bergstálið hægra megin í gilinu þar sem Einfarinn er. Tvífarinn endar uppi á brún talsvert hægra megin við Einfarann(nær þeim stað þar sem Tjaldið endar.
Ég hef alltaf talið Þilið vera 5+ þó svo að það sé stundum í 5 aðstæðum eins og mér sýnist það vera nákvæmlega núna. Þegar klifrarar koma frá Evrópu og Bandaríkjunum hingað til lands þá komumst við að því að við höfum svona frekar verið að gráða leiðirnar niður frekar en upp. Nú veit ég að Robbi og co eru orðnir það góðir að þeir hafa frekar tendensa til að gráða varlega frekar en hitt. Það er rétt Orion var talinn vera týpísk 5. gráða en hann er talsvert auðveldari en Þilið.