Re: svar: Ný leið í Eilífsdal, Ópið

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ný leið í Eilífsdal, Ópið Re: svar: Ný leið í Eilífsdal, Ópið

#53903
Skabbi
Participant

Þetta er athyglisvert, ég hef lengi brotið heilann um það hvar þessi svokallaði „Tvífari“ væri niður kominn. Nú veit ég að það sem ég hélt að væri Einfarinn er í raun og veru Tvífarinn, magnað!

Jólaklifur Ísalp 2007 hefur þá verið í tvær útgáfur af Tvífaranum, enda skiptist þessi efsta ísspönn í tvö algerlega aðskilin þil þann daginn. Þau voru svosem engar 3. gráður heldur. Reyndar hefði heitið „Eplatréð“ verið nær lagi þennan hrollkalda desemberdag, enda dingluðu menn af hverri grein eins og ofþroskaðir ávextir.

Merkilegt þykir mér líka að Ívar telur Þilið vangráðað. Ég stóð í þeirri meiningu að Þilið væri benchmark fimma, sem allar aðrar fimmur á Íslandi ættu að miðast við.

Skalinn í hausnum á mér var orðinn e-nvegin svona:

Skítlétt: 3. gráða
Strembið: 4. gráða
Drullustíft eins og Þilið: 5. gráða
Erfiðara en Þilið: líka 5. gráða

Ekki furða að maður skíti í brækurnar þegar maður heyrir minnst á 5+, hvað þá 6!

Allez!

Ska