Re: svar: Ný leið í Eilífsdal, Ópið

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ný leið í Eilífsdal, Ópið Re: svar: Ný leið í Eilífsdal, Ópið

#53902
Anonymous
Inactive

Þetta er rétt hjá þér Ívar. Leiðin Tvífarinn er hægra megin í stálinu þegar maður kemur upp í Einfarann. Hún var frumfarin af mér og Magnúsi Gunnarssyni á árunum 1991-1992. Einfarinn er lang oftast farinn beint upp(eða leiðin til hægri í Y sem var á myndinni). Að fara vinstra megin er ekki oft gert þó maður hafi heyrt um það. Það er ein leið sem vantar þarna, það er leiðin á Eilífstind sem farinn var fyrir margt löngu af Palla, Hallgrími og ?? Palli getur sagt betur frá þeirri reynslu sem var víst svolítið krassandi ef mig minnir rétt.