Re: svar: Niðurstöður könnunar liggja fyrir…

Home Umræður Umræður Almennt Niðurstöður könnunar liggja fyrir… Re: svar: Niðurstöður könnunar liggja fyrir…

#51777
0703784699
Meðlimur

Ég lít á fjallaskíði sem hluta af „hardcore“ skíðamennsku/fjallamennsku. Sú tegund skíðunar er stunduð af ansi fámennum hóp, og ekki eingöngu í Kóngsgilinu. Hinir sem hafa áhuga á skíðum almennt fara í Ármann eða Breiðablik eða Fram. Í fjallaskíðun ertu líka að blanda saman skíðamennsku og fjallamennsku (þekkingu, kunnáttu og fleira í einn þátt). Þarna liggur línan…….“hard core“ þarf ekki að vera með 180 púls af því þú ert að skíta á þig í 80 metra hæð í ísfoss sem gæti allt eins fallið. Heldur er „hard core“ (segi og skrifa í gæsalöppum) það sem almenningur stundar ekki, eða það sem við höfum tamið okkur að kalla jaðarsport, á jaðrinum því að fáir stunda það. Ísalp á ekki að mínu mati að ýta undir almenna fjallamennsku heldur jaðarfjallamennsku sem það hefur jú alltaf gert, en ég hafði áhyggjur af breytingum í aðra átt og því skrifaði ég þetta til að vekja umræðu um málið.

Kíkja í klifur og grjótaglímu og klifur erlendis þegar færi gefst myndi ég telja „hard core“. Var að vonast til að menn myndu ekki oftúlka orðið „hard core“, sem hefur verið notað mikið hér á spjallþráðum Ísalp. Þetta snýst ekki um að vera skíthræddur í því sem maður tekur sér fyrir heldur að við séum klúbbur til að ala á jaðarfjallamennsku. Gera leiðarvísi f. klifursvæði en ekki gönguleiðir. Ég lít á Kilimanjaro ennþá sem klifur erlendis þó að flestir sem fara þangað núna séu ferðafélagsfólk, í jákvæðri merkingu þess orðs. En held að Ísalp eigi frekar að vera í því að styrkja fólk í því að fara á Fitz Roy en Kilimanjaro til að reyna að útskýra mál mitt aðeins.

Ég held að könnunin sem slík hafi verið áhugaverð og skemmtileg og nauðsynleg til að kanna púlsinn á hinum almenna félagsmanni. En ég vildi bara fá upp hvað þetta leiðir af sér…hvert stefnir klúbburinn og hvort eitthvða mikið breytist.

Ég fór síðast á Esjuna í Ágúst venjulega leiðina, en ég þarf ekki að vera útlægur í kúbbnum f. vikið, eða vona ekki. Heldur tel ég að Ísalp eigi ekki að vera ýta undir svoleiðis ferðir eða efla þann hluta. Það er nóg af samtökum og fyrirtækjum sem eru að því. Menn geta farið í slíkar ferðir á eigin vegum, kynnst fólki í gegnum klúbbinn til að gera slíka hluti til að halda ser í formi og þess háttar en ég held að við verðum að passa okkur á að fara ekki að vera með almennar ferðir (sem ég held reyndar að hafi komið skýrt fram hjá tveimur stjórnarmeðlimum að sé ekki stefnan)

Þetta má heldur ekki túlka sem gagnrýni á störf stjórnar, þar sem ég tel þá vera að gera mjög góða hluti og vonast til að starfið haldi áfram og dafna,

kv.Himmi sem tyggur rakvélablöð í staðinn f. tyggjó

PS: bendi fólki á að lesa bókina Dark Shadows Falling eftir Joe Simpson, http://www.noordinaryjoe.co.uk/books.asp , og myndi sér skoðun á því hvað þeim finnst vera fjallamennska. Ég er vonandi ekki að smita fólk um of með mínum skoðunum…..