Re: svar: Niðurstöður könnunar liggja fyrir #2

Home Umræður Umræður Almennt Niðurstöður könnunar liggja fyrir #2 Re: svar: Niðurstöður könnunar liggja fyrir #2

#51788
2008633059
Meðlimur

Lagðist í smá grúsk, rigning úti og nennti ekki í fjallgöngu!

Eru alpaklúbbar annars staðar að höfða til fámenns hóps „ofurklifrara“ eða skilgreina þeir sig sem vettvang sem þjóni stærri hópi fjallamanna, bæði byrjendum og lengra komnum?

Vissulega eru til mjög „hard-core“ klúbbar (svo maður noti það flotta orð), t.d. segir á heimasíðu „The Alpin Club“ í Bretlandi (www.alpine-club.org.uk): „To become a Full Member, we ask that you have climbed a minimum of 20 respectable alpine routes or peaks, or the equivalent of this in other ranges and wilderness areas. Hard alpine routes and serious climbs in the greater ranges will carry more weight than easy voies normales. Ski mountaineering ascents and Scottish winter routes are taken into account as are contributions to mountain literature.“

Bandaríski alpaklúbburinn (www.americanalpineclub.org) setur að nafninu til líka skilyrði um reynslu (2 ár) en lætur fólki eftir að meta hvernig eigi að túlka það.

En svo eru aðrir alpaklúbbar opnir fyrir alla, t.d. sá kanadíski (www.alpineclubofcanada.ca): „You do not need to have any previous experience in the outdoors in order to join the Club. Many people join the Club to get started skiing, climbing, mountaineering or just to spend more time in the mountains. New members who already have strong outdoor skills will find themselves in good company.“

Sama á við um t.d. bæði svissnesku (www.sac-cas.ch) og austurrísku klúbbana (www.alpenverein.at), þeir eru opnir öllum sem hafa áhuga á fjallamennsku (skráði mig meira að segja í þann síðarnefnda til að fá ódýra tryggingu). Klúbburinn á Nýja Sjálandi (www.alpineclub.org.nz) er líka opinn fyrir alla. Að ekki sé minnst á franska klúbba (www.ffcam.fr) sem fyrir utan allt þetta hefðbundna eins og klifur og skíði, eru líka með canyoning, hellaferðir, fjallahjól, paragliding og (haldið ykkur fast) snjóþrúgulabb! Það er í það minnsta ekki HARD-CORE! Ítalarnir virðast á svipaðri línu (www.cai.it) enda eru þessar þjóðir auðvitað snarklikkaðar!

Í stuttu máli er niðurstaðan að það er ekkert eitt viðurkennt módel af því fyrir hverja alpaklúbbar séu eða hvernig þeir eigi að starfa. Myndi halda að ÍSALP væri einhvers staðar þarna á milli, það eru reyndar ekki inntökuskilyrði en klúbburinn virkar samt frekar lokaður og „klíkulegur“ en hvaða félög hér á landi eru það ekki! Held samt að þetta sé frekar eitthvað sem gerist af sjálfu sér í félagsskap þar sem fólk þekkist nokkuð vel en ekki vegna þess að klúbburinn hafi gert það upp við sig að vilja frekar höfða til fámenns hóps í stað þess að skilgreina sig sem
vettvang sem geti þjónað stærri hópi fjallamanna, byrjendum sem lengra komnum.

Hvað eru svo alpaklúbbar að bjóða upp á? Mér sýnist að þetta sé „grunnpakkinn“ sem flestir eru með:

Heimasíða, fréttabréf, tímarit/ársrit (sumir gefa líka út leiðarvísa og kort)

Fræðslufundir og námskeið af ýmsu tagi

Viðburðir og ferðir (sumir skipuleggja auk þess leiðangra á fjarlægari slóðir)

Björgunartrygging

Reka fjallaskála og bjóða leiðangursstyrki.

Koma fram sem hagsmunasamtök og vera tengslanet fyrir félagsmenn.

Eftir því sem ég best veit er þetta allt mjög svipað og ÍSALP hefur verið að bjóða upp á í gegnum árin. ÍSALP er þannig að gera alveg samskonar hluti og hliðstæðir klúbbar annars staðar, þótt stærðin setji öllu starfinu auðvitað þrengri mörk. Myndi segja að ÍSALP þurfi þannig ekki neitt endilega að breyta hlutverki og áherslum í starfseminni, heldur er frekar málið að blása meira lífi í starfsemina. Sýnist að það sé nú einmitt það sem stjórnin er að vinna í en kannski vantar bara að almennir félagsmenn taki meiri þátt í því með henni, eða hvað?

kv,
JLB