Re: svar: Niðurstöður könnunar liggja fyrir…

Home Umræður Umræður Almennt Niðurstöður könnunar liggja fyrir… Re: svar: Niðurstöður könnunar liggja fyrir…

#51775
1908803629
Participant

Smá svör/leiðréttingar um könnunina… þar sem ég stóð á bakvið hana.
1. Könnunin var á engan hátt ætluð til þess að draga fram „softcore“ niðurstöður heldur var lögð áhersla á að telja upp allt það sem félagið gæti hugsanlega staðið fyrir. Að sama skapi voru talin upp öll þau jaðarsport sem félagsmenn gætu hugsanlega stundað, til að geta kortlagt hópinn sem best en eins og niðurstöðurnar sýna þá eru flestir að stunda „kjarnasport“ klúbbsins.
2. Við gerðum svo ráð fyrir að svörunin myndi leiða fram sannleikann um hvað svarendur vildu sjá Ísalp standa fyrir og ég veit ekki betur en að sú niðurstaða sé nokkuð í línu við þær lykiláherslur sem hafa fylgt klúbbnum frá upphafi.
3. Ég sé ekki betur en að Himmi sé fyrst og fremst að vísa til skriflegra athugasemda sem eru auðvitað svör einstaklinga en ekki allra og því metin sem slík þegar við förum að endurskoða hlutverk og reglur Ísalp.

Varðandi hardcore/softcore mál þá er greinilegt að skoðanir eru mismunandi auk þess sem það má velta því upp hvað er hardcore? Ég stunda sportklifur og gjótglímu, fer í frekar léttar fjallgöngur og tek upp á því að kíkja í klifur erlendis þegar ég er þar. Varla er þetta hardcore, eða hvað? Samt er ég meðlimur í klúbbnum og meira að segja í stjórninni…