Re: svar: Myndir úr múlafjalli

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Helgin Re: svar: Myndir úr múlafjalli

#52170
2802693959
Meðlimur

Gekk á Þverfellshorn síðastliðinn laugardag í fylgd Leifs Arnar og Guðjóns Marteins. Náðum ágætri siglingu upp hornið og gátum ekki stoppað með góðu móti fyrr en halla fór undan að norðanverðu. Gengum vanmáttugir undir Þilið sem virtist í feitum aðstæðum – amk. betri en er við fórum það um árið- og Tjaldsúlurnar voru vel kleifar, nema kannski helst sú lengst til vinstri. Með aðeins nokkrar ísskrúfur upp á vasann varð Einfarinn fyrir valinu… og hann hefði næstum mátt skíða niður með vel brýnda kannta. Frábær dagur og engan annan að sjá … svo trúlega vorum við þeir sem til sást (sjá ofar)! Alltaf gaman að klifra fyrir áhorfendur þótt ljóst sé að þeir hafi flykkst um aðra um nýliðna helgi.
Allavega… hér eru aðstæður úr nokkru návígi úr Eilífsdal laugardaginn 5. jan.
http://picasaweb.google.com/jongauti/VerfellshornEilFsdalur
kv, jgj