Re: svar: Myndir

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Myndir Re: svar: Myndir

#50928
2502614709
Participant

Mér sýndist þetta líta ágætlega út – hún var samt í betri aðstæðum þegar hún var síðast klifin í byrjun jan 2005. Fyrsta spönn um 55 metrar endar í helli. Svo þarf að fara „út“ og klifra Skoruna mjög skemmtilegur strompur og enda ofaní holu þar sem er þokkalegt pláss fyrir þrjá. Það flaug lítill rella framhjá mér þarna ef flugmaðurinn hefði litið til hliðar hefði hann horft í augun á mér. Stutt íshaft og svo mosi upp algjör snilld – þessi leið kemst á topp 5 listann hjá Palla. Ég var svo heppinn að hanga í spottanum hjá Olla og Palla (ekkert skyldt við Gö og Gokke, Knolle og Tolt…). Það hrundi dáltið úr fossinum og veggnum en bara nóg til að halda manni vakandi. Nú er það bara næsta helgi….