Re: svar: Mixboltasjóður – Mixklifursvæði

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Önnur mixleið í Tvíburagili – Ólympíska félagið. Re: svar: Mixboltasjóður – Mixklifursvæði

#53473
AB
Participant

Ég skil þessi sjónarmið og virði þau.

Hins vegar væri það einmitt alls ekki rökrétt skref að bolta Vöfflujárnið á Völlunum. Það hefur reyndar ekki bara með hefð að gera: Að bolta dótaleiðir á besta boltasvæði landsins stuðlar ekki sérstaklega að framþróun sportklettaklifurs. Sá er punkturinn.

Boltaðar leiðir í Tvíburagili gætu raunverulega haft mikil áhrif á heila undirgrein klifurs á Íslandi. Ég held að fórnarkostnaðurinn sé ásættanlegur: möguleikinn á því að draga úr ánægju fárra sterkra klifrara. Ég sé þetta sem mikilvæga undantekningu á almennu reglunni vegna sérstakra hagmuna fyrir sportið í heild sinni.

Ég skil þegar þú segir að þetta sé spurning um hverja leið fyrir sig. Því er ég sammála! Ég átti alls ekki við að í lagi væri að ofurbolta allar línur á einhverju svæði ef búið væri að bolta eitthvað. Boltun á Ólympíska félaginu réttlætir ekki boltun á Síamstvíburanum ef höfundar þeirrar leiðar telja hana vera dótaleið – skárra væri það nú ef þeir sem fyrstir fara leiðirnar hefðu ekkert með þær að segja!

Hefðir skipta máli. Þótt hefð sé fyrir boltun á tilteknu svæði þýðir það EKKI að bolta megi allt. Ef hefð er fyrir náttúrulegum tryggingum á tilteknu svæði þá þýðir það oftast að ekki má bolta neitt. Þetta er heilbrigð viðmiðun sem heldur boltun innan skynsamlegra marka.

Ég sagði í fyrri pósti: „Það er engin hefð í Tvíburagili – við erum að búa hana til.“ Það sem ég á við er að við værum ekki að brjóta neina hefð ef við kjósum að bolta leiðir í Tvíburagili. Einfaldlega vegna þess að hefðin er ekki til staðar (ólíkt því sem er í Stardal, t.d.).

Þið Haukur veljið fyrir ykkur. Ég vel fyrir mig.

Jólagjöfin mín er til allra klifrara sem vilja geta mixað í nágrenni RVK án þess að hugsa um hvort þeir séu að skemma eitthvað fyrir Robba og Sigga Tomma: Ég stefni á að bolta Ólympíska félagið. Ég skal sérstaklega gæta þess að fyrsti bolti trufli ekki ykkar línu; það er sjálfsögð kurteisi.

Ef elítan ætlar að buffa mig mætti hún gjarnar bíða með það fram yfir jól. Og ég á hnúajárn og kylfu.

Gleðileg jól!

AB