Re: svar: Meira festival

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Meira festival Re: svar: Meira festival

#52457
Skabbi
Participant

Ég fékk rétt í þessu póst frá „okkar manni“ fyrir austan:

Sæll Skabbi,

Ég hringdi í Jón bónda á Þorgrímsstöðum við rætur Pálskletta. Hann sér íslænurnar ennþá, og segir að ekki hafi rignt mikið hjá þeim. Þannig að ef kólnar eins og þeir segja ætti að vera klifurfært þarna á föstudag og laugardag. Ég hugsa að þeir sem þurfa á brattari leiðum að halda fari í Tröllhamra, utar í dalnum en leiðirnar í Pálsklettum eru örugglega flestar 4 gráða. lengd 40-90 metrar gæti ég trúað. Ég hef hins vegar ekki komið að
neinni af leiðunum nema Hreindýrafossi sem ég klifraði með 2 kúnnum í desember. Það virtist vera léttasta leiðin á svæðinu, létt 3 gráða.

Bless, Einar

Þannig að útlitið er ekki alslæmt.

Skabbi