Re: svar: Leifsbók

Home Umræður Umræður Almennt Leifsbók Re: svar: Leifsbók

#51702
2806763069
Meðlimur

Já Olli
Eins og þú hefur líklega komist að núna á síðustu mánuðum er ekki alltaf auðvelt að finna góðan félaga sem er til í að fara út að leika.

Þetta hjá Leifi virðist nú allt vera í góðum gír. Hann virðist vera í góðum hóp (svona eftir fyrstu grisjun) og leiðangursstjórinn virðist ekki vera á þeim buxunum að gefast upp nema til að ná fluginu heim. Svo þetta er nú allt í góðu. Enn!

Hinsvegar get ég alveg tekið undir það með þér að góður félagsskapur traustra vina gefur svona ferð aukið gildi.
Á hinn bogin er ekki mikið auðveldar að finna félaga í svona ferð en í Esjufjöllinn eða Mýrdalsjökul (svo ég taki nú dæmi af Hálandahöfingjanum sjálfum).
Þá er lítið annað að gera en að drífa sig bara af stað út í hinn stóra heim og vonast til að lenda með skemmtilegu fólki.

Það er jú aðeins ein ákvörðun sem maður getur tekið í svona sem maður getur verið alveg viss um að sjá eftir. Það er að ákveða að fara EKKI!

Svo til allra sem er að hugsa um að fara að klifra, stórt eða smátt, segi ég bara:

……………….GO, GO, GO!!!!!!!!!!!!!

Og þá er það bara stóra spurning til Olla:

Hvað kemur næst?