Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Leiðavísir af Mýrarhyrnu › Re: svar: Leiðavísir af Mýrarhyrnu

Hæ
Flottur leiðarvísir robbi, skýr og vel upp settur.
Ætla samt að agnúast út nokkur smáatriði.
Það vantar leið nr. 1 inn á. Vorum við ekki sammála um staðsetninguna á henni?
Furðulegt að tala um „einar flottustu leiðir“. Einn virkar betur í eintölu en fleirtölu.
Og þetta fatta ég ekki:
„Mjög falleg og brött klifurleið sem virðist vera erfiðari en hún lítur út fyrir að vera.“
Er hún erfiðari en hún lítur út fyrir að vera eða virðist hún erfiðari en hún er?
Mér fannst hún líta út fyrir að vera drullu erfið, og vera það!
En að lokum, glæsilegt verk, trú því að við fáum fleiri svona áður en veturinn er á enda!
(Sjáiði þessa frábæru complement samloku? Byrja með hrósi, rífa svo niður og enda á hvattningu! Svona á að gera þetta!)
Allez!
Skabbi