Home › Umræður › Umræður › Klettaklifur › Eftir fund › Re: svar: lausn: enga bolta í Stardal!
18. júlí, 2004 at 19:32
#48877
AB
Participant
Olli og Palli, vorum við ekki á sama fundinum? Olli talar um að þeir nýbyrjuðu vildu endilega bolta. Ég heyrði ekki betur en að þeir byrjendur sem mættu á fundinn væru fyrst og fremst áhugasamir um klifur, ekki endilega að bolta Stardalinn. Þeir sem eru nýbyrjaðir hafa yfirleitt ekki forsendur til að meta hvað á að bolta og ekki, eins og minnst var á á fundinum.
Það er ekki rétt að engin af þeim hugmyndum sem Palli nefnir hafi fengið hljómgrunn. Flestir ef ekki allir voru sammála um fyrstu tvær hugmyndirnar. Óþarfi að mála skrattann á vegginn þó þið hafið ekki fundið fyrir stuðningi við ykkar hugmyndir…
Kv, AB