Re: svar: Laumuklifrarar ?

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Laumuklifrarar ? Re: svar: Laumuklifrarar ?

#52217
Bergur Einarsson
Participant

Við laumuðumst líka þrír Hafnfirðingar í Villingadalinn seinustu helgi. Fínn ís og ágætis aðstæður en dálítið vatn á ferðinni í fossunum. Fórum syðsta fossinn af þrenningunni í skálinni.

Á niðurleiðinni klifruðum við aðeins í fossum sunnan meginn í gilinu sem er sunnanmegin við aðalskálina. Mikið af löngum léttum leiðum. Finnst eins og ég hafi ekki séð þetta svona mikið áður en líklega fer þetta að stórum hluta undir snjó þegar að það snjóar á veturnar, sem er reyndar að gerast núna!