Re: svar: Langloka úr sófanum

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Aðstæður? Re: svar: Langloka úr sófanum

#52053
Anonymous
Inactive

Ég kann eina sögu að segja frá þylinu. Það var áður en það var farið í fyrsta skiptið. Þetta hefur sennilega verið í kringum 1990-92. Við Tommi vorum staddir þarna með lélega klifurbrodda og lánsaxir úr HSSR (gamlar beinskafta). Við héldum upp í Eilífsdal og ætluðum að klifra ís en það var 6. maí þá og óvenju kalt og ennþá talsverður ís í dalnum. Við puðuðum inn allan dalinn og upp þessa fj…. brekku og litum upp fyrir okkur. Best að velja einhverja almennilega ísleið þar sem við höfðum nær ekkert klifrað ís áður að ráði. Við völdum að sjálfsögðu Þilið sem við vissum engin deili á. Þetta var bara eitthvað blátt, hvítt, lóðrétt og skemmtilegt. Tommi klifraði fyrstu spönnina sem var snjór og ís í bland. Ég klifraði 2. spönn og tókst einhvernveginn í ósköpunum að klóra mig þarna upp með nokkrar títaníum rússasrkúfur og vonlausar axir. Við ætluðum að klára þetta dæmi enda héldum við að þetta væri leið sem hefði oft verið klifruð áður. Við skyldum nú drulla okkur upp eins og allir hinir. Þegar ég kom ofar í annarri spönn fór ég að gera mér grein fyrir því að þetta væri nú ekki alveg sjálfgefið að klifra þessa síðustu spönn. Ég yppti öxlum og hugsaði „Tommi á næstu spönn hann ræður einhvernveginn fram úr þessum fjanda“. Þegar ég kom upp á sylluna tók ég Tomma upp sem fannst alveg nóg um að klifra þessa aðra spönn. Nú var úr vöndu að ráða. þ.e. að fara síðustu spönnina sem leit þannig út að það voru tvær alveg lóðréttar mjóar íssúlur upp í efri hlutann sem var um 8-10 metrar af lóðréttu snjóklifri. Þar fyrir ofan tók við massíf hengja sem slútti frekar ófrínilega yfir okkur. Við pældum í þessu í langan tíma og sáum að það var leið að hliðra sér upp til hægri í snjónum og komast upp í gegnum smá rauf í hengjunni. Við prufuðum báðir að leggja af stað en guggnuðum báðir á þessu því okkur leist ekkert á það að fara í lóðrétta snjóhaftið. Hvernig áttum við að tryggja þar? við vorum ekki með neinar almennilegar snjótryggingar. Á endanum sigum við niður alveg fokstillir yfir þessum dæmalausa aulaskap okkar að geta ekki drullast upp þetta. Nokkrum árum seinna fréttum við af fyrstu uppferð þarna og fengum þá uppreisn æru.
Þetta var nú í þá góðu og gömlu daga sem maður vissi nú frekar lítið um ísklifur og gat ennþá minna.
Ég hef nú ekki þorað að segja þessa sögu fyrr en nú.
Kv. Olli