Re: svar: Lagning brautar í samhliðasviginu

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Lagning brautar í samhliðasviginu Re: svar: Lagning brautar í samhliðasviginu

#52540
Sissi
Moderator

Ein létt spurning: Er jákvæð fylgni milli hlutfalls verkfræðinga í svona liði og hlutfalls tuðs?

Annars hitti ég Steppo fjallaskíðamann og Sigga Kítti úr Vesturbænum í gær. Steppo sagði að hann ætlaði að dusta rykið af telemarkinu fyrir þetta mót og rústa öllum, þetta væri nefnilega svo létt.

Sel það ekki dýrar en ég keypti…

En ég held að það gæti verið áhugavert að stofna til keppni í kráarslagsmálum á laugardagskveldinu, „Pöbba-pönsið“ eða bara „Fight Club“.

Efast ekki um að Nashyrningurinn myndi taka það.

Siz