Re: svar: Lagabreytingar og stefnumótun

Home Umræður Umræður Almennt Lagabreytingar og stefnumótun Re: svar: Lagabreytingar og stefnumótun

#52418
Karl
Participant

Ég er sammála öllum athugasemdum hér að ofan og það er rétt að framsetningin er í stíl við framsetninguna á skálamálunum.
Það er engin ástæða til flausturs í þessum málum og að hafa fyrirvara þetta stuttan (og ekki fengið e-h til að lesa yfir textann.)

Þetta minnir á framsögu formanns skálanefndar í haust sem sagðist ekki hafa komið í Tindfjöll í áraraðir og….

Ákvæðið um gjaldfrelsi stjórnarmanna finnst mér eitt það hallærislegasta sem ég hef séð á þessari síðu.
Ég reiknaði með að greiðandi félagar greiði sín árgjöld vegna áhuga á vexti og viðgangi félagsins og ég reikna einnig með því að þeir sem hafa það mikinn áhuga á starfseminni að þeir bjóði sig fram til stjórnarstarfa hefðu að minnsta kosti það mikinn áhuga á starfseminni að þeir sæu ekki ofsjónum yfir nokkrum þúsundköllum!

Á ég að senda aksturs reikning fyrir að skjótast með blikk og skrúfur í Tindfjöll en ekki þegar ég keyri á Telemarkfestivalið?
Hvort tveggja er viðfangsefni sem maður gerir sem áhugamaður um félagið og þá starfsemi sem þar fer fram og sinnir hvoru tveggja með bros á vör.

Ég er ekki að gera lítið úr vinnu stjórnarmanna en þetta afsláttardæmi finnst mér vera full „Framsóknarlegt“!