Re: svar: Lagabreytingar og stefnumótun

Home Umræður Umræður Almennt Lagabreytingar og stefnumótun Re: svar: Lagabreytingar og stefnumótun

#52412
Páll Sveinsson
Participant

Þetta eru frekar viðamikklar breytingar á lögunum.

Eina breytingin sem ég er sammála er meðferð atkvæða þeirra sem komast ekki á fundin enda hefur verið óskað eftir þeim breytingum lengi.

Það er jafn klaufalega staðið að þessu eins og með sölu á skálanum.

Málið kynnt allt of seint og ílla. Bara það að vera ósammála einn af mörgum breytingum gerir það að verkum að ég mun hafna þessu.

Nær hefði verið að bera þetta fram í nokkrum liðum með skýringum af hverju var þörf á þessum breytingum.

Allan þann tíma sem ég sat í stjórn var lögunum breytt tvisvar. Í fyrra skiptið var það vegna þessa að formenn og stjórnarmenn þótt þaulsetnir og í seinna skiptið að því að breytingin var ílla hugsuð og þurfti því að breyta sömu greinini aftur.

Ef lögin eru grant skoðuð þá þurfa þessar breytingar að hafa borist stjórn fyrir 10 jan. Ég er nokkuð viss um að þetta var ekki komið á vefin í gær þó dagsetning segi það.

Fúll á móti.
Palli