Re: svar: Könnun

Home Umræður Umræður Almennt Könnun Re: svar: Könnun

#49633
Siggi Tommi
Participant

Það hafa vonandi allir skoðun (alla vega flestir) en bara mis sterka. Þvingun endurspeglar því víst skoðunina því varla færu menn að segjast vera á móti ef þeir eru í raun frekar hlynntur bara af því að þeir gátu ekki sagt pass. Þá sést á hvorum pólnum menn eru og segir ýmislegt.

Eflaust má færa rök fyrir því að það að fá ekki að vera hlutlaus sé brot á mannréttindum og vissulega segir það ýmislegt ef öllum er skítsama um málið.
En ég hef nú tekið þátt í ansi mörgum vinnustaðagreiningum og what not könnunum þannig að ég veit hvað er auðvelt að segja bara „veit ekki“. Ef ég þarf að svara hins vegar þá fer ég að spá aðeins í málefninu og mynda mér skoðun en ef þetta er eitthvað sem mér er ekkert hjartans mál þá nenni ég ekki að standa í því og segi pass til að sleppa billega frá efninu (það svar gefur litlar upplýsingar um málefnið þá yfirleitt).

En alla vega, þá mega menn alveg vera ósammála um þetta því það er þó alla vega skoðun… :)

Skil ekki hvernig ég nennti að tjá mig svona mikið um þetta.

Góða helgi.
Vonandi gerir einhver eitthvað í rigningunni