Re: svar: Klifur/sig

Home Umræður Umræður Almennt Klifur/sig Re: svar: Klifur/sig

#47789
0405614209
Participant

Daginn Freyr.

Þú átt auðvitað að byrja á að æfa þig í Klifurhúsinu og auðvitað áttu svo að gerast meðlimur í Ísalp. Það eru í boði námskeið í klifri og svo líka fleiri námskeið. Þú getur meira að segja keypt þér klifurskó í Klifurhúsinu.

Hjá Ísalp getur þú svo keypt leiðarvísa fyrir t.d. Stardal og Valshamar en ég bendi þér á að rjúka ekki sjálfur í þetta heldur fara fyrst á námskeið og fara svo í fylgd með reyndum klifrurum.