Re: svar: Klifur í Bergen

Home Umræður Umræður Almennt Klifur í Bergen Re: svar: Klifur í Bergen

#49962
0704685149
Meðlimur

Bergen er frekar þekkt fyrir mikla úrkomu. Þannig að útiklifur getur verið erfitt. Það er sæmilega stór klifurveggur þarna, 15 m. hár og svo er líka bolder-herbergi uppi á efstu hæðinni.
Klifurveggurinn er opinn alla daga nema föstudaga á tímabilinu 20. ágúst til 15. maí.
Heimilisfangið er:
Klatreveggen í Bergenshallen
Vilhelm Bjerknesvei 24 í Landås
Símanr. : 55 27 12 09

Ég mundi hringja á undan til að athuga hvort það er einhver…það var svona losaralegt hvernig það var opið…
…ekki beint svona nákvæmur opnunartími.

Klifurveggurinn er í sömu byggingu og skautahöllin (Bergenshallen) Auðveldast er að keyra í átt að Nesttun eftir E39 og beygja til vinstri, efst í brekkunni, við Fina lestarstöðina.
Síðan er ekið beint áfram ca 1/2 km og beygt til hægri við gatnamótin þar sem vatnið endar. Haldið áfram beint af augum og keyrt fram hjá Sletten matvörumarkaðinum og áfram upp brekkuna. Þá áttu að sjá Bergenshallen á vinstri hönd.
Inngangurinn er sunnan megin á stafninum.

Þar sem þú segist vera ekki á bíl, þá ráðlegg ég þér frekar að taka strætó en að leiga bílaleigubíl. Því það er dýrt Noregi.

Strætó númer 90 gengur frá miðbænun ( Bergens Sentrum )

Klifursvæði sem ég hef að vísu ekki komið á eru:
Helleneset, Bymuren, Skredderdalen og síðan Loddefjord en þá þarftu bíl.

Á klifursvæðið, Fjellsiden er hægt að komast að, fótgangandi frá Bergen sentrum. Þetta er 15 til 20 mín ganga, gengið er meðfram götunni ,,Tippetue“ norður frá Gömlu slökkviliðsstöðinni við Skansen. Farðu eftir Fjellevegen svo á ská til vinstri, gengið er að litlum krossgötum. Neðri hluti veggsins liggur við veginn um, þrem beygjum ofar.
Þetta eru hæst 30 m leiðir, allt í allt 11 leiðir, Sólin kemur þarna í fyrsta lagi um hádegi. Þarna eru bæðir leiðir sem eru boltaðar og leiðir sem þarf dót í.

Ef þú lætur mig hafa heimilisfangið þitt og/eða fax númer,
þá get ég sent þér leiðarlýsingu af svæðinu….

…þú ert kanski búinn að átta þig að ég er að þýða þetta upp úr bók….

En ég hef komið þarna…í desember…í snjó.
Maður nefnilega Telemarkar líka í Noregi
kv. Bassi