Home › Umræður › Umræður › Almennt › Kárahnjúkar- nei takk! › Re: svar: Kárahnjúkavirkjun nei takk! Kárahnjúkar já takk!

Kárahnjúka andófið snýst ekki nema að litlu leyti um Hálslón.
Það snýst um að brýna járnin fyrir slagin um Fjallabak, Kerlingarfjöll og önnur svæði sem komin eru á válista orkugeirans.
Ég hef á tilfinningunni að það verði umtalsvert framboð á fólki til að hindra virkjanabrölt að Fjallabaki og e-h tilbúnir til að taka upp aðferðir Mývetninga ef þurfa þykir.
-Það hefur sýnt sig að mestur árangur hefur náðst í umhverfismálum á Íslandi með frjálslegri notkun á dýnamíti….
Við Útfall Mývatns tókst mönnum það vel upp á sýnum tíma að það voru ekki aðeins þeir sem beinan þátt áttu að sprengingunni sem lýstu verkinu á hendur sér heldur leikur grunur á að margskonar Þingeyskir „wannabees“ þykist líka hafa sprengt þótt þeir hafi hvergi komið nærri og sannast þar hið fornkveðna að markir þóttust Lilju kveðið hafa.