Re: svar: Kárahnjúkavirkjun nei takk! Kárahnjúkar já takk!

Home Umræður Umræður Almennt Kárahnjúkar- nei takk! Re: svar: Kárahnjúkavirkjun nei takk! Kárahnjúkar já takk!

#50642
2301823299
Meðlimur

Það hugsa allt of margir með sér að framkvæmdirnar séu komnar það langt að nú sé ekki hægt að stöðva þær. Ef allir legðust á eitt og sýndu það í verki að þetta er ekki það sem þjóðin vill þá er ekki hægt annað en að taka tillit til þess og amk fresta fyllingunni um óákveðinn tíma.

Líka alveg sammála því að sofna ekki á verðinum gagnvart öðrum náttúruauðlindum og vera meira vakandi í framtíðinni gagnvart fyrirhuguðum framkvæmdum.

Annars finnst mér þetta bara frábært framtak og vona að sem flestir láti skoðun sína í ljós.