Re: svar: Kárahnjúkavirkjun nei takk! Kárahnjúkar já takk!

Home Umræður Umræður Almennt Kárahnjúkar- nei takk! Re: svar: Kárahnjúkavirkjun nei takk! Kárahnjúkar já takk!

#50641
Sissi
Moderator

OK – eins og ég hef sagt áður, voða fínt að sýna opinberum aðilum smá aðhald og fínt að berjast á móti því sem maður er ekki sáttur við.

En af hverju fara allir resourcar í að berjast á móti þessari virkjun en sem er langt komin? Ég geri mér grein fyrir því að menn eru ekki sáttir við þetta, en heldur einhver í alvöru að þessi framkvæmd verði stöðvuð? Ætti þetta ekki að vera meira táknrænt til að sýna að menn séu ekki búnir að gleyma þessu?

Á meðan er verið að klippa útivistarsvæði Reykvíkinga á Hellisheiði í 1000 mola, raskið þar er margfalt það sem talað var um. Það er hræðilegt að horfa upp á þetta.

Einnig er verið að byggja jarðgöng í Héðinsfirði sem eru harmleikur og algjörlega absúrd framkvæmd frá náttúruverndar- og peningasjónarmiðum. Sjálfsagt óarðbærasta framkvæmd allra tíma á Íslandi.

Meðan allt púðrið fer í Kárahnjúka sigla svona slys, sem enn er hægt að stöðva, undir radarinn.

Það finnst mér slæmt.

Kveðja,
SF