Re: svar: Kárahnjúkavirkjun nei takk! Kárahnjúkar já takk!

Home Umræður Umræður Almennt Kárahnjúkar- nei takk! Re: svar: Kárahnjúkavirkjun nei takk! Kárahnjúkar já takk!

#50652
2802693959
Meðlimur

Frábær ganga og útifundur í gær. Vonandi til marks um aukna meðvitund þjóðarinnar í náttúruverndarmálum.
Tek það fram að ég óska þess að Alpaklúbburinn taki afstöðu í þessum málum en láti ekki nægja að vera bara hluti af ákvörðun Samút …hvenær sem hún kemur eða hvort af henni verður yfir höfuð. Ef félagsmenn Alpaklúbbsins geta fylgt sér um stefnu Samút því þá ekki í eigin nafni? Er þetta ekki borðleggjandi samhengi hlutana… náttúra og útivist? Hvort öðru háð og þótt vissulega verði að vega og meta hvert tilvik fyrir sig þá ætla ég að Kárahnúkavirkjun, Þjórsárver, Fjallabak og fleira séu borðleggjandi dæmi í hugum félagsmanna Alpaklúbbsins… eller hur?
Ég myndi glaður borga félagsgjöld þessa árs ef ég vissi að klúbburinn stæði vörð um hagsmuni mína sem félagsmans í þessu tilliti.
kv,
Jón Gauti