Re: svar: Kárahnjúkavirkjun nei takk! Kárahnjúkar já takk!

Home Umræður Umræður Almennt Kárahnjúkar- nei takk! Re: svar: Kárahnjúkavirkjun nei takk! Kárahnjúkar já takk!

#50648
2502614709
Participant

Jæja, fyst ég byrjaði þá ræð ég og þá má ég draga umræðuna aftur að málefninu: Aftöku á náttúru mestu óbyggða á landinu. Allir náttúruunnendur sem skoða svæðið eru sammála um að þetta hefði aldrei gerst ef svæðið hefði verið þekktara og málið fengið eðlilega afgreiðslu. Ég fór fyrst í fyrra í 10 daga og aftur í sumar í 8 og var alltaf að sjá eitthvað nýtt. Það má ekki fórna þessu. Fólk hefur bara svo mimunandi mælikvarða, á meðan óspillt náttúra skorar hæst hjá mér, er annar sem fær hroll í sófanum af tilhugsunininni einni saman. Það er bara allt svo hverfult í þessum heimi, hver hefði trúað því á Austurvelli 1949 að 56 árum síðar myndi Ameríski herinn púff bara koma sér heim, eða fóru þeir kannski til Íraks. Nýlega heyrði ég í fyrsta skipti að líftími Álversins væri bara 50 ár. Í gær sagði talsmaður Landsvirkjunar að líftími virkjunarinnar væri 200 ár. Annar bætti við að með dælingu úr lóninu yrði unnt að lengja hann. Omg.
Nóg um það ef menn hafa einhverja trú á áframhaldandi lífi á jörðinni er miklu betra að markaðssetja þetta fyrir túrista. Takið t.d. kínverja 1,4 milljarður og nýbyrjaðir að ferðast. Þorsteinn Hilmarsson talsmaður Landsvirkjunar hefur bent á að fjölsóttasti ferðamannastaður á Íslandi sé tilbúinn nebblega Bláa Lónið. Þetta yrði áttunda undur veraldar “we almost did it”. Nú koma hingað 300 þús. túristar og fer fjölgandi og margir staðir farnir að láta á sjá. Það væri frábært að fá svona viðbót einhvers konar high tech ferð sem endar í næstum óspilltri náttúru.
Strax á næsta ári myndi þetta slá hvalaskoðun út og þetta væri einstakt í heiminum.

Jæja hættum að láta okkur dreyma mikilvægast er tjá skoðun sína og mæta í kvöld – allir sem vettlingi geta valdið. Munið þetta er fjölskyldumál börn barnabörn allir með afi og amma og allir sem þið þekkið. Látið orðið berast ef einhver er leiðitamur þá má segja að þetta sé ókeypis skemmtun með Ómari Ragnarssyni og gott ef Bubbi verður ekki líka. Hann hefur nú oft trekkt kallinn.