Re: svar: Kaldakinn expedition 2009

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Kaldakinn expedition 2009 Re: svar: Kaldakinn expedition 2009

#53853

Fyrsti dagurinn byrjaði með bílaveseni en við létum það ekki koma í veg fyrir klifur. Kíktu á leiðirnar í sjávarhömrunum. Gærdagurinn fór að mestu í að redda bílnum en náðum þó að klifra eitthvað í klettunum nálægt bænum. Allt annað var frekar skuggalegt enda gekk á með norðvestanátt seinnihluta dags með tilheyrandi snjófoki niður hlíðarnar ofna við leiðirnar sem gjörsamlega hurfu í kófið. Annað eins höfum við ekki séð.

Það er enginn lygi að Hlöðver á Björgum er alger snillingur og hún Konný kona hans ekki síðri. Í morgun kíktum við til þeirra í kaffi (ekki í fyrsta skipti), ræddum heima og geima og ekki síst var skeggrætt um hina gríðarlegu snjóflóðahættu sem nú er í Kinninni eftir gærdaginn.

Augljóslega varð ekkert úr klifri í Kinninni í dag og við héldum áfram austur og erum núna staddir á Seyðisfirði. Tókum nett útkíkk en okkur virðist sem fátt sé um fína drætti. Skygnið er reyndar mjög lítið.

En við sársvangir enduðum inná Bistro Skaftfelli þar sem fæst massagóður matur. Líklega krössum við hér í nótt og svo áfram suður á við í fyrrmálið. Stöðvarfjröður er málið höldum við. Sjáum hvað morgundagurinn ber í skauti sér.

The world is a ghetto: http://www.flickr.com/photos/scweppes/3322622898/

Písát….