Re: svar: Ísklifurleiðarvísar á netinu

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifurleiðarvísar á netinu Re: svar: Ísklifurleiðarvísar á netinu

#53696
Siggi Tommi
Participant

Drög að sjálfsmorði var klárlega erfiðari (miklu lengri, meira pumpandi og alla vega jafn teknísk) en Ólympíska sem aftur er eitthvað erfiðari en Krókódílamaðurinn, sem við settum á M6. Það hafa núna fjölmargir punkast í Ólympíska en ekki haft árangur sem erfiði svo hún hlýtur að vera eitthvað meira en M5 eða M6.

Robbi fór Sjálfsmorðið í annarri og ég í fjórðu og ekki er ég neitt mixtröll svo mér fannst M8 alltént of hátt á hana á sínum tíma (þó ég viti ekkert hversu erfitt M8 ætti að vera…). Ólympíska fór ég í þriðju, hefði farið í annarri hefði öxi ekki poppað af kanti. Enginn hefur onsightað hana svo ég viti.
Ég ætla því að leyfa mér að halda því fram að Sjálfsmorðið sé erfið M7 og Ólympíska létt M7.

Verst að það vantar ítarlegri greiningu á þessum <M8 leiðum hjá Gadd. Annars fínt yfirlit en frekar spasstískt að bera svona saman við klettaklifur. Ég klifra létt 5.10 í grjóti en þarf að hafa mikið fyrir M7. En ef ég klifraði jafn mikið mix og ég búldera og sportklifra, þá þætti mér eflaust meira að marka þessa töflu hjá kallinum.

En þar sem reynslan af mixi erlendis frá er afar takmörkuð hjá núverandi kynslóð, þá verða þetta alltaf eitthvað heimatilbúnar gráður en vonandi ekki alveg út úr korti. Held að þetta sé í ágætis farvegi.

Gamanaðessu.