Re: svar: Ísklifurfestival

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifurfestival Re: svar: Ísklifurfestival

#47696
0311783479
Meðlimur

Ég er sammála Ívari og Olla, sér í lagi þar sem búið er að bjóða heimsklassaklifrara til landsins þá verður kúbburinn að leggja sig í líma við að finna stað sem býður upp á verðug verkefni fyrir kappann. Þó svo að ég hafi ekki komið á neitt ofangreindra klifursvæða og hvað þá heldur að ég sé dómbær um hvað sé verðugt fyrir gestinn þá held ég að við verðum að miða útgangspunkt festivalsins við hann og hlusta á hvað okkar bestu klifrarar leggja til í þeim efnum.
Tek undir með Ívari að fleiri tjái sig um þetta, enda á umræðusíðan að endurspegla skoðanir félagsmanna til þess sem efst er á baugi hverju sinni innan fjallmennskunar hér á landi.