Re: svar: Ísfestival – aðeins meira

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísfestival – aðeins meira Re: svar: Ísfestival – aðeins meira

#48274
Anonymous
Inactive

Já Rúnar minn það er ekki nema von að þið viljið hafa hlutina á hreinu þar sem þið þurfið að leggja á ykkur langt og strangt ferðalag til að komast á staðinn. Það er ennþá talsverður tími til stefnu og vonast menn til þess að úr veðri og aðstæðum rætist. Ef ísaðstæður verða frábærar verður erfitt að halda mönnum frá klifri(sem gætu séð um að vera leiðbeinendur). Kannski væri bara skemmtilegasta nýbreytnin að setja óreynda sem 3. mann í tveggja manna klifurhóp reyndra. Ég hef sjálfur lært mest af klifri á að klifra með góðum klifrurum og hef veri mjög heppinn þar. Þetta er nú samt hlutur sem verður að læra. Varðandi dagskrá þá eiga menn talsvert magn af video spólum sem hægt er að hafa í tækinu og engin ástæða til þess að dýrka bakkus of mikið þó gaman sé að hafa hann með í för. Mín skoðun er sú að ef vel gengur í klifrinu á daginn komi kvöldið af sjálfu sér og ekki sé þörf á skipulagðri kvöldvöku. Það er hins vegar alveg sjálfsögð krafa ykkar vestan manna að fyrir liggi áætlun um kostnað og mun stjórn ísalp vonandi leysa úr því sem fyrst.
ísklifurkveðjur Olli