Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › ís-aðstæður › Re: svar: ís-aðstæður

Hæ
Við Robbi og Bjöggi fórum seint á fætur á laugardeginum, ákváðum að renna inn í Tvíburagil í góða veðrinu. Eðlilega stefna jaxlar af okkar kalíberi beint á Ólympíska félagið og líta ekki við öðrum leiðum á svæðinu.
Um það leiti sem við komum upp í gilið hafði blíðviðrið komið af stað talsverðu vatnsrennsli í leiðunum. Í Ólympíska var mikil ísmyndun, ólíkt því sem maður hafði séð á myndum. Stæðileg kerti héngu niður í sprunginni hægra megin við sylluna og vænt skegg lafði niður af syllunni. Við fundum 4 bolta á leiðinni upp að syllunni, og einn fyrir ofan hana. Mér reiknast svo til að einn bolti hafi verið á kafi í ís. Til að telja upp afrek dagsins þá kláraði stórstirnið (ekki ungstirnið lengur) leiðina í annari tilraun, enda fór sú fyrsta að mestu í að brjóta niður ís úr leiðinni. Við Bjöggi höfðum okkur upp í 4. boltar en þvarr ítrekað kraftur þegar koma að því að hífa sig uppfyrir skeggið.
Símastvíbbinn þar við hliðina var svo til alveg íslaus.
Í gær, sunnudag, renndum við svo inn að Múlafjalli ásamt Sissa og Marianne. Þar klifruðum við tvo af „Þríburunum“ í firnaskemmtilegum aðstæðum.
Virkilega góðir dagar á fjöllum.
Gummi, flottar myndir eins og venjulega!
Jósep og Tómas, þessar leiðir sem þið sýnið í Brynjudalnum líta stórvel út. Ég gæti best trúað að þið séuð hér með að opna gamalt og gleymt svæði, fullt af 4. gráðum og mix möguleikum!
Allez!
Skabbi