Re: svar: ís-aðstæður

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur ís-aðstæður Re: svar: ís-aðstæður

#53689
1210853809
Meðlimur

Sæl öll,
Við Tómas fórum í Brynjudal í gær. Planið var að klifra Ýring. Að neðan virtist ísinn vera þokkalegur í efri höftunum þó að lítill sem enginn ís væri í stuttu höftunum í byrjun. Við ákváðum þó að láta slag standa og kíkja á málið. Við gengum sem sagt upp fyrir íslausu höftin í byrjun. Fyrsta stóra haftið (það þriðja í röðinni) var í frekar spes aðstæðum, morkið og laust í sér á kafla og þunnt inn á milli. Næsta haft var einnig sérstakt, ísbunkar á dreif en þunnt eða íslaust á milli, og svo gott sem bert grjót í topinn. Stutta haftið undir því seinasta var lítið kerti og afskaplega blautt. Efsta haftið var leit töluvert betur út að neðan enn þegar upp var komið. Það var þó töluvert af góðum ís, en kertað mjög og sást vel í grótið inn á milli. Var því ekki í sínum bestu aðstæðum. Vilji menn klifra í kjöraðstæðum þá er ekki úr vegi að láta Ýringinn mæta afgangi.

Þar sem við vorum komnir niður í bíl um tvö-leitið þá renndum við innar í Brynjudalinn. Þar var töluvert meira af ís en í Ýringnum. Við rölltum upp brekku sem er vestan meginn við mjög áberandi kletta, sem eru ofan við sumarbústaðina þar sem vegurinn inn dalinn endar. Við klifruðum þar einn 30 metra WI 4 sem var í fínum aðstæðum. Ég veit ekki hversu mikið hefur verið klifrað þarna innfrá, en gaman væri að þeir sem þekkja til eða hafa klifrað þarna tjái sig um málið. Þarna var töluvert af ís í ýmsum leiðum sem margar litu mjög spennandi út, en náðum við aðeins að klifra þennan eina.

Tómas skellir kannski link á myndir við tækifæri, en hann bar ábyrgð á myndavélinni.

kv. Jósef