Re: svar: Hvernig var færið?

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Hvernig var færið? Re: svar: Hvernig var færið?

#50077
Siggi Tommi
Participant

Ætluðum að glugga í ís á sunnudaginn en vegna hláku var ákveðið að sleppa því í bili. Ákváðum að dýfa jeppanum í gegnum klakabunka á lítilli á í staðinn og eyða deginum í að losa hann…

Kíktum þó í kíki upp í Kistufellið á leið okkar framhjá Grafarfossi.
Fossin sjálfur var heldur aumingjalegur en þó heill að því er virðist upp á brún eftir orginal leiðinni (lengst til hægri), eitthvað þynnri annars staðar en þó til aðrar línur upp á brún.
Kókostréð (nokkur hundruð metra ofan við Grafarfossinn) er orðið hálfvaxið, komið ca. niður á stallinn í miðju hvelfingarinnar en verður vonandi komið með fulla reisn eftir nokkrar vikur.
Vonum að það fari að frysta fljótt aftur svo þetta hverfi ekki allt saman…