Re: svar: Hverjir þekkja til ISM?

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Hverjir þekkja til ISM? Re: svar: Hverjir þekkja til ISM?

#52009
0312487369
Meðlimur

Þetta innlegg varðar að vísu ekki ISM heldur einn af þeim sem nefndur er til sögunnar í þessum umræðum og bók sem líka hefur verið nefnd.
Ég kynntist Pete Boardmann vegna þess að ég þýddi The Shining Mountain (Risinn hvíti) og las sem útvarpssögu hjá RÚV árið 1982, að mig minnir. Ég skrifaðist á við hann, spjallaði í síma og hitti hann skömmu áður en ég byrjaði þýðingarvinnuna. Kappinn dó um það bil sem ég lauk við bókina og eftir það var ég í sambandi við forlagið og konuna hans (eða kærustuna). Það er misskilningur að hann hafi verið mikill ölkneyfari, amk. ekki eftir að hann eltist. Pete var gríðarlega öflugur fjallamaður sbr. leiðangur hans og Bonningtons á Kongur sem var mikið ævintýri.
ATG