Re: svar: Hvað er að gerast?

Home Umræður Umræður Almennt Hvað er að gerast? Re: svar: Hvað er að gerast?

#50012
1006585429
Meðlimur

Í árana rás hafa kvennfélög verið að breytast og því er eðlilegt að ungt fólk hafi misjafna sýn á þann félagsskap. Það er ekki hægt að ætlast til að það þekki til hina fornu kvenfélaga sem voru í sveitum landsins á síðustu öld. Félög sem lyftu Grettistaki í málefnum samfélags sinnar sveitar og ekki síst í málefnum barna og unglinga.
Ungt fólk setur þetta meira í samhengi við t.d. félag framsóknarkvenna og félag sjálfstæðiskvenna. Það eru félög sem bíða eftir að einkvað gerist og þær fái tækifæri til að takast á við verkefni sem karlar fela þeim. Rétt hugsun í þessu sambandi er að takast á við raunveruleikana eins og hann kemur fyrir og hjóla í þau viðfangsefni sem fyrir liggja og glíma við þau. Það þýðir ekki að bíða eftir snjó og ís. Fólk verður að láta vaða, það er ekkert náttúrulögmál að einhverjir skapi aðstæður.