Re: svar: Hugtakaflóra klettaklifurs

Home Umræður Umræður Klettaklifur Hugtakaflóra klettaklifurs Re: svar: Hugtakaflóra klettaklifurs

#48945
Hrappur
Meðlimur

Ef menn hafa ekki heyrt talað um að Rauðpunkta leið þá eru menn bara ekki að tala við klifrara geri ég ráð fyrir.
Annars vil ég benda á að samhvæt ensku skilgreiningu orðsins On-sight þá er ekki hægt að onsighta boltaðar leiðir né sprunguleiðir sem bera augljósa kalk bletti á helstu tökum.
Hérna hefur þróast smá hefð meðal þeirra sem hafa klifrað mikið í útlöndum og hún er sú að nota franska orðið A-vue en notkunn þess nær bæði yfir hugtakið flash og on-sight. Þetta eru n´túrlega hártoganir af ómerkilegustu sort af minni hálfu ;).
Ég vil samnt benda ágætt orð sem Hjalti (málvísindamaður) kom með og mér þykkir skemmtilega fornt, og koma með nokkrar tillögur um fleiri orð.
Úthlaupin= Runout leið (höf: Prof. Hjalti Rafn.)
Skammhlaup=Flash
Þaulsetin=Rauðpunktur t.d ég þaulsat þessa leið…
Snæversk=Headpoint þ.e.a.s. langt ámilli trygginga eð illa tryggð og þesslags.
Hangdog ætti bara að sleppa að þýða því það er ekki viðurkenndur stíll í klifri þú gætir verið búinn að prófa leiðina eð eithvað slíkt en hangdog (þe að setjast í tryggingar og halda svo áframm upp) ætti ekki að gera eithvað fínt orð yfir sem hljómar einsog maður hafi áorkað einhverjum árangri. menn eiga náttúrlega að hafa hljót um slíka hluti.

On sight = hét fyrirvaralaust en held ég bara á síðum ‘Isalp sáluga. Styng uppá orði sem er nú notað svoldið þ.e einfaldlega að Massa leiðina ekki kannski besta íslenska en málið er nú breytingum háð.

Skoðunum höfundar skal tekið með fyrirvara um geð heilsu hanns
og skaplyndi og gætu þær breyst eftir næstu vindátt.

Góðar stundir.