Re: svar: Hrútfjallstindar – myndasaga

Home Umræður Umræður Almennt Hrútfjallstindar – myndasaga Re: svar: Hrútfjallstindar – myndasaga

#49779
0902703629
Meðlimur

Minni bara á undanþáguna sem Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra “reddaði” okkur Íslendingum á loftslagsráðstefnunni sem haldin var hér á landi fyrr á árinu. Með undanþágunni skipum við okkur í sama flokk og þau ríki sem gjarnan eru kölluð “þróunarríki” og getum losað út í andrúmsloftið margfalt meira magni af gróðurhúsalofttegundum en þau ríki sem ekki eru á undanþágu. Undanþágan verður síðar endurskoðuð árið 2012.

Svo lengi sem ausum út í andrúmslofið eiturefnum, sorpi og sora má gera ráð fyrir því að hiti hækki og jöklar hverfi, – þá verða Hrútfjallstindar ef til vill varla stærri eða meiri en danska Himmelbjerget og aðeins minningin, ljósmyndirnar og lygilegar flökkusögur halda uppi fjallamennskustaðli landans.

Kristín