Home › Umræður › Umræður › Almennt › Skaftafellsþjóðgarður › Re: svar: hroki gagnvart sauðkindinni
Hvítárvatn er langt utan minnar lögsögu, hef aldrei komið þangað og er ekkert sérstaklega á leiðinni þangað. Fyrir utan það þá er munur á svæðum þar sem menn hafa beitt í óhófi eða hófi. Eða girt og borið á innan girðingar en ekki utan og taka svo mynd af hinum skelfilegu nagdýrum sauðkindinni. Væri allt skógi vaxið í Lakagígum ef sauðfé hefði verið og yrði bannað innan hins nýja þjóðgarðs? Common.
Hvernig er annars með þá (ykkur) sem vilja endalaust dæla ferðamönnum til landsins og um allt land; sjá þeir aldrei þá eyðileggingu sem tvífætlingarnir valda með átroðslu í ýmsu formi, stíga- og mannvirkjagerð t.d. göngubrýr, bílabrýr, upphækkaðir heilsársvegir, sbr. Kjöl, Þórmörk, sjoppur og skálabyggingar um allt land o.s.fr. og o.s.fr. Þetta þykja mér miklu meiri landskemmdir en nokkur lamabspörð í lyngi.