Re: svar: Helgin

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Helgin Re: svar: Helgin

#52162
Stefán Örn
Participant

Ég, Robbi, Sissi, Freyzi og Skabbi fórum í Múlafjallið í dag.

Enduðum á að klifra tvær leiðir í Leikfangalandi auk þess sem Freyzi og Robbi léku sér í tveim styttri mixleiðum alveg við niðurferðarskriðuna, steinsnar frá Pabbaleiðinni og Íste.

Kom mér á óvart hve mikill ís var þarna. Það var a.m.k. minna um mix í Leikfangalandi en við áttum von á.

Góður dagur í Múlanum.

Hils,
Steppo