Re: svar: Helgargrobbið

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Helgargrobbið Re: svar: Helgargrobbið

#50794
Siggi Tommi
Participant

Fór í bongóblíðunni í gær, þriðjudag, í smá ískönnunarleiðangur í Mosfellsdalinn og á Kjalarnesið. Eftirfarandi bar hæst.

1) Grafarfossinn er sæmilega búttaður 2/3 upp en efsti 1/3 er óðum að hverfa og sennilega þræðingur og/eða mix til að ná að toppa leiðina (allt í lagi að þræða líka eftir 2/3).
2) Kókostréð og hin töffaraleiðin (næsta gili austan við Tréð) í giljunum ofan við Grafarfossinn eru ekki í standi. Tréð náði ca. hálfa leið, þ.e. niður á efri sylluna en hin leiðin var nokkuð nálægt því að sleikja slabbið fyrir neðan (vantaði nokkra metra giska ég á).
3) Í Búahömrunum er eflaust hægt að brölta eitthvað í 55° en það er þó eitthvað rýrt miðað við það sem mig minnir að þetta sé í góðum aðstæðum. Sá annað hvort ekki almennilega inn í Tvíburagilið eða þá var ekkert þar (reyndi frá nokkrum sjónarhornum).
4) Anabasis og fleiri alpa/ís leiðir í Vesturbrúnunum lúkkuðu fínt. Sá ekki betur en Anabasis væri hvít nánast allan þann ca. 1/2 sem ég sá af henni. Mér skilst að Robbi, Freysi og Skabbi ætli að smella sér í sólarklifur í henni í dag.
5) Klettaklifurleiðirnar voru í góðum aðstæðum, t.d. hefði verið tilvalið að klifra í Stardal í þreföldum ullarvettlingum og kafarabúning og Rauða Turninn í Himalayagalla og í loðlúffum.

Annað sá ég ekki markvert svo ég muni.