Re: svar: Hekla – Næfurholt – track

Home Umræður Umræður Almennt Hekla – Næfurholt – track Re: svar: Hekla – Næfurholt – track

#54140
Karl
Participant

Það er brú á Rangánni e-h kílómetrum neðan við upptökin og þangað er greiðfær afleggjari af landleiðinni, að mig minnir á móts við suðurenda Búrfells. Þetta er auðrataðri leið en Næfurholtsleiðin um Bjallana þar sem slóðin hverfur algerlega á 1-2 Km kafla.
Slóðirnar sameinast við þrengingu þar sem klöngrast má á ruddan slóða frá 47 sem liggur að Litlu-Heklu.
Það passara að fara úr bænum milli hádegis og kaffis og skíða niður um kvöldmatarleytið, -þá er færið mýkst