Re: svar: Haukadalur

Home Umræður Umræður Almennt Aðstæður?? Re: svar: Haukadalur

#47691
Anonymous
Inactive

Ég hef verið að spyrja menn af hverju þeir setji ekki inn hvað þeir voru að gera og hvernig aðstæður voru og stundum fengið svar að viðkomandi menn væru svo litlir spámenn að þeir hreinlega þorðu því ekki. Við sem erum komnir með meiri reynslu en aðrir lítum alls ekki niður á hina sem skemur eru á vegi komnir í íþróttinni heldur þveröfugt bjóðum þá velkomna í hópinn og erum tilbúnir að hlusta hvað þeir hafa að segja. Þó þeir hafi bara farið létta 3. gráðu þann daginn er alveg eins gaman að heyra hvað þeir voru að gera og hvernig þeir meta aðstæður bæði á staðnum og við að keyra á staðinn og heim. Við skulum bara leggast á eitt við að gera vefinn fjörugan af miklu upplýsingarflæði þennan ótrúlega stutta tíma sem ísklifur er mögulegt á Íslandi.