Re: svar: Hardcore í tjaldi

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Hardcore í tjaldi Re: svar: Hardcore í tjaldi

#54148
Karl
Participant

Ég skaut þessu fram til að ná upp umræðu um snjóhús.
Undanfarna vetur hafa gönguskíðamenn verið hirtir upp á jeppum, þar sem þeir hafa hírst í tjöldum við slæman kost á jöklum eða hálendinu. Líklega er ekki nema mánuður síðan hópur var hirtur upp á svipuðum slóðum og Ívar.

Sjálfum finnst mér fátt nöturlegra en að hírast í tjaldi í slæmu veðri.
Ég hef góða reynslu af snjóhúsum og átta mig ekki á því hversvegna allir þessir gönguskíðamenn gerðu sér ekki snjóhús.

Getur það verið að þeir sem kalla á hjálp úr tjöldunum hafi ekki reynslu af því að gera sér snjóhús á flötu landi?
Eru kanski einhverjir aðrir sem gera sér snjóhús og eru þá ekki að kalla eftir hjálp og ferðast án fjölmiðlaathygli?
Eða eru menn einfaldlega hættir snjóhúsagerð?

Ef rétt er staðið að snjóhúsagerð, er raki ekki vandamál á meðan ekki rignir. Aftaka rigning og rok er versta veður sem finnst á jökli og líklega eina veðrið þar sem tjöld duga betur en snjóhús.

Ef hitastig er undir núlli, veður er ekki verra en svo að tjöld fjúka ekki, hægt er að komast út úr tjaldi og inn í það aftur án þess að það rifni í tætlur, -þá er örugglega hægt að gera snjóhús og vera þar með laus úr kófi og hávaða.

Gott snjóhús þar sem hægt er að sofa þægilega og sitja uppréttur við eldamennsku (gryfja með skíðaþaki), á flatlendi, á ekki að taka nema 1,5 klst í skítviðri.